Knattspyrnumaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson og Soffía Gunnarsdóttir eiga von á barni í febrúar.
Jón Dagur segir frá þessu á Instagram-reikningi sínum.
Jón Dagur leikur með Leuven í Belgíu. Hann á að baki 21 A-landsleik fyrir hönd Íslands.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, er faðir Jóns Dags.