Vængmaðurinn Callum Hudson-Odoi er á leið til Þýskalands og mun semja við Bayer Leverkusen þar í landi.
Það er Sky Sports sem greinir frá þessu í kvöld en Hudson-Odoi mun gera lánssamning við Leverkusen.
Hudson-Odoi á tvö ár eftir af samningi sínum við Chelsea og er ekki fyrsti maður á blað hjá Thomas Tuchel í dag.
Yfir 20 félög í Evrópu höfðu sýnt leikmanninum áhuga og þar á meðal félög í ensku úrvalsdeildinni.
Hann var einnig nálægt því að fara til Þýskalands í fyrra er Dortmund vildi fá hann á lánssamningi.