Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, verður ánægður fyrir hönd Cristiano Ronaldo í sumar ef hann fer frá félaginu.
Ronaldo hefur verið á milli tannana á fólki í allt sumar en hann er talinn vilja komast burt frá enska félaginu.
Fernandes vonar auðvitað að Ronaldo verði áfram hjá Man Utd í sumar en skilur það ef hann verður að fara annað til að spila í Meistaradeildinni.
,Ef hann verður hér áfram þá mun það gera mig mjög ánægðan,“ sagði Fernandes.
,,Ef hann fer þá er það því hann telur það vera best fyrir sig, ég verð persónulega ánægður fyrir hans hönd.“
,,Það mikilvægasta er að hann verði í lagi, að spila í hæsta gæðaflokki og gera land okkar stolt.“