Varnarnarmaðurinn Emerson Palmieri er genginn í raðir West Ham en hann kemur til félagsins endanlega.
Um er að ræða ítalskan landsliðsmann sem kemur frá Chelsea og kostar 15 milljónir punda.
Emerson er 28 ára gamall og kom til Chelsea árið 2018 en náði aldrei að festa sig almennilega í sessi.
Hann gerir fimm ára samning við West Ham og er sjöundi leikmaðurinn sem liðið fær í sumar.