fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Chelsea til í að ganga langt til að fá Gordon

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. ágúst 2022 08:30

Anthony Gordon / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea er til í að borga allt að 60 milljónir punda fyrir Anthony Gordon, kantmann Everton. Sky Sports segir frá.

Everton hefur þegar hafnað tilboði Chelsea sem hljóðaði upp á um 45 milljónir punda í Gordon. Fyrrnefnda félagið hefur haldið því fram að leikmaðurinn sé ekki til sölu.

Gordon er aðeins 21 árs gamall. Hann var þó fastamaður í liði Everton á síðustu leiktíð og spilaði 35 leiki. Englendingurinn hefur spilað alla þrjá leiki Everton í ensku úrvalsdeildinni það sem af er þessari leiktíð.

Gordon á að baki fjóra leiki fyrir U-21 árs landslið Englands, þar sem hann hefur skorað þrjú mörk.

Vandræði Everton frá síðustu leiktíð hafa fylgt liðinu inn í þessa. Bláliðar eru með eitt stig eftir þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals