Chelsea er til í að borga allt að 60 milljónir punda fyrir Anthony Gordon, kantmann Everton. Sky Sports segir frá.
Everton hefur þegar hafnað tilboði Chelsea sem hljóðaði upp á um 45 milljónir punda í Gordon. Fyrrnefnda félagið hefur haldið því fram að leikmaðurinn sé ekki til sölu.
Gordon er aðeins 21 árs gamall. Hann var þó fastamaður í liði Everton á síðustu leiktíð og spilaði 35 leiki. Englendingurinn hefur spilað alla þrjá leiki Everton í ensku úrvalsdeildinni það sem af er þessari leiktíð.
Gordon á að baki fjóra leiki fyrir U-21 árs landslið Englands, þar sem hann hefur skorað þrjú mörk.
Vandræði Everton frá síðustu leiktíð hafa fylgt liðinu inn í þessa. Bláliðar eru með eitt stig eftir þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni.