Jamie Carragher, Liverpool-goðsögn og sérfræðingur á Sky Sports, vanda sínum mönnum ekki kveðjurnar eftir 2-1 tap gegn Manchester United á Old Trafford í gær.
Liverpool er aðeins með tvö stig eftir þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni, stigi minna en United.
„Liverpool var ekki tilbúið í nágrannaslag og það er ófyrirgefanlegt. Jurgen Klopp þarf að hafa áhyggjur af því,“ segir Carragher.
Manchester City og Liverpool hafa barist um Englandsmeistaratitilinn síðasta ár. Liverpool er nú strax fimm stigum á eftir City.
„Mér finnst bilið á milli Liverpool og City strax orðið stórt, þegar ég hugsa um gæði City. Liverpool getur hins vegar ekki verið að hugsa um Man City núna,“ segir Carragher.
„Liverpool þarf að koma sér aftur á beinu brautina. Þeir hafa átt mjög slæma byrjun. Maður býst ekki við þessu af þeim. Þeir hafa sett sér háar væntingar en eru milljón mílum frá þeim núna.“