Fjölmiðlamaðurinn vinsæli Auðunn Blöndal græddi vel á sigri Manchester United gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ágóðinn mun fara í gott málefni.
Auðunn veðjaði 350 evrum, tæpum 50 þúsund krónum, á sigur United í leiknum á stuðlinum 5,02. Rauðu djöflarnir unnu leikinn 2-1 og græddi Auðunn því tæpar 200 þúsund krónur.
Allur ágóðinn mun renna til Barnaspítala Hringsins. Þessu hafði Auðunn lofað á Twitter fyrir leik, í kjölfar þess að margir gerðu grín að honum fyrir þá ákvörðun að veðja á United gegn Liverpool. Hann hvatti Coolbet, veðmálafyrirtækið sem hann lagði peninginn undir hjá, til að leggja jafnháa upphæð til móts við hann inn á Barnaspítalann. Það kveðst Coolbet ætla að gera.
Set vinninginn undir 👊
— Auðunn Blöndal (@Auddib) August 22, 2022
Stend við það og heimta að @CoolbetIsland jafni það!
— Auðunn Blöndal (@Auddib) August 22, 2022
Við jöfnum þetta að sjálfsögðu. Hvert millifærum við?🙏🏼 https://t.co/RXn32jARDK
— Coolbet Ísland (@CoolbetIsland) August 22, 2022