Wayne Rooney, eiginkona hans Coleen og börn, hafa notið lífsins í fríi í Bandaríkjunum undanfarna daga.
Rooney tók við sem aðalþjálfari DC United í MLS-deildinni vestanhafs á dögunum. Orðrómar voru um að Coleen væri ekki samþykk skiptunum hans þangað. Þessi goðsögn Manchester United kom sér oft í fyrirsagnirnar fyrir neikvæð atvik er hann lék með DC á leikmannaferli sínum.
Þau voru hins vegar hress í fríinu og birti Coleen fjölda mynda af þeim á Instagram. Þær má sjá hér neðar. Það er því spurning hvort Coleen hafi tekið skipti Rooney í sátt, þrátt fyrir heimskupör hans áður fyrr.
Á dögunum sigraði Coleen Rebekuh Vardy í meiðyrðamáli sem sú síðarnefnda hafði höfðað gegn henni. Coleen sakaði Rebekuh um að leka upplýsingum um sig og sína fjölskyldu í The Sun á sínum tíma. Rebekah fór í meiðyrðamál en tapaði.