Manchester United fagnaði sigri í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og sínum fyrsta undir stjórn Erik ten Hag.
Man Utd byrjaði tímabilið mjög illa á töpum gegn Brighton og Brentford og var Liverpool andstæðingur kvöldsins.
Það voru um fimm ár síðan Man Utd vann síðast Liverpool í þessari keppni og varð breyting á því í kvöld.
Jadon Sancho skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld fyrir Man Utd þegar 16 mínútur voru komnar á klukkuna.
Marcus Rashford bætti við öðru marki fyrir heimamenn snemma í seinni hálfleik – hans fyrsta mark í átta mánuði.
Mohamed Salah minnkaði muninn fyrir Liverpool þegar níu mínútur voru eftir en það dugði ekki til og lokatölur, 2-1.
Fyrstu stig Man Utd í hús en Liverpool er enn án sigurs eftir fyrstu þrjár umferðirnar.
Það var nóg um að tala á Twitter eftir leikinn í kvöld og á meðan honum stóð en Egill Einarsson er til að mynda rúmlega milljón krónum ríkari eftir að hafa veðjað á sigur Man Utd í kvöld.
OOOOOOOOOOO THE RASHFORD!!!!!!!!!! ÁTTUM HANN BARA INNI!!!!!! 22222222222
— Sigurđur Gísli (@SigurdurGisli) August 22, 2022
Heyrðu þetta er líklega besti mánudagur ævi minnar!
— FPL Ponza (@TeddiPonza) August 22, 2022
— Kári Ársælsson (@Kugenz) August 22, 2022
Bruno mesta kuntan í deildinni
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) August 22, 2022
Met þetta sem 50/50 leik.
Ekki hægt að ignora stuðul 5!
Takk💰🤝 pic.twitter.com/taH4chGERZ
— Egill Einarsson (@EgillGillz) August 22, 2022
Sú 15mm geðveiki
— AronHeimis (@AronHeimis98) August 22, 2022
Lisandro er samt svo lítill. Maður leiksins í dag. 👑
— Hrannar Björn (@hrannarbjorn) August 22, 2022
Neinei. Kaupum bara ekki miðjumann. Þetta verður bara allt í lagi.
— Siggi OK (@SiggiOrr) August 22, 2022
🚨 Antony’s agent on Instagram! 🇧🇷👀
(📸 ig/emersusantos) pic.twitter.com/HYjMHnYyLc
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 22, 2022
Trent er að eiga helvítis leik pic.twitter.com/IZKsvwv5v8
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) August 22, 2022
Firmino mættur alla leið á eigin vítateig að sækja boltann því Brexit miðjan er geld.
— Hrafn Kristjánsson 🇺🇦 (@ravenk72) August 22, 2022
Gaman að sjá ManUtd loksins virka. Maguire og Ronaldo hafa verið eins og kynsjúkdómur á þessu liði. Það komu þrjú gul spjöld i fyrri hálfleik og við opnuðum Viling Lite kælinn i hálfleik. Til hamingju ManUtd #vikingkælirinn pic.twitter.com/plxrSDkgTb
— Simmi Vil (@simmivil) August 22, 2022