fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Ten Hag: Getið séð hvar okkar vopn eru á vellinum

Victor Pálsson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 22:05

Erik ten Hag, stjóri Man Utd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vann sterkan sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Liverpool á Old Trafford.

Um var að ræða fyrsta sigur Man Utd í deildinni í sumar undir stjórn Erik ten Hag.

Jadon Sancho og Marcus Rashford gerðu mörk Man Utd í 2-1 sigri en Mohamed Salah komst á blað fyrir Liverpool.

Ten Hag varð í kvöld fyrsti stjóri í sögu Man Utd til að vinna sinn fyrsta keppnisleik með liðinu gegn Liverpool.

Man Utd hefur ekki gengið vel gegn Liverpool undanfarin ár og er sigurinn í kvöld mjög þýðingarmikill.

Ten Hag ræddi við Sky Sports eftir leikinn í kvöld.

,,Við gáfum svo mikla orku í þetta. Við þurfum leikmenn í hópinn sem eru með þann eiginleika. Það eru margir leikir framundan og við þurfum að hvíla,“ sagði Ten Hag.

,,Auðvitað er ég ánægður. Ég þekki ríginn við Liverpool. Taktíklega séð þá getiði séð hvar okkar vopn eru á vellinuim. Við erum með hraða þegar Fernandes og Eriksen eru með boltann. Scott McTominay var frábær í þessum leik.“

,,Við þurfum að vera lið með góðan anda og það er það sem við sáum í dag. Ég sagði þeim að láta verkin tala, frekar en orðin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum