Casemiro er búinn að kveðja Real Madrid. Það gerði hann í beinni útsendingu í morgun.
Brasilíumaðurinn er að ganga í raðir United frá Real Madrid. Þessi þrítugi miðjumaður fær fjögurra ára samning á Old Trafford.
Casemiro átti erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum er hann kvaddi Real Madrid í morgun, líkt og sjá má hér neðar.
Talið er að Casemiro fái númerið 18 hjá United, númer sem Paul Scholes bar á sínum tíma.
United tapaði fyrsta leik tímabilsins gegn Brighton 1-2 og öðrum leiknum gegn Brentford 4-0. Í kvöld mætir liðið Liverpool. Ljóst er að það verður afar krefjandi verkefni.
Samkvæmt Marca verður Casemiro formlega kynntur til leiks sem leikmaður United fyrir leik kvöldsins.
Casemiro and his farewell to Real Madrid. 🤍🇧🇷 #RealMadrid@marca 🎥⤵️pic.twitter.com/GNis6jzFii
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 22, 2022