Jadon Sancho, annar af markaskorurum Manchester United í kvöld, ræddi við Sky Sports eftir leik við Liverpool.
Sancho kom Man Utd á bragðið í leik kvöldsins áður en Marcus Rashford bætti við öðru í 2-1 heimasigri.
Sigurinn er risastór fyrir Man Utd sem hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Brighton og Brentford.
,,Þessi sigur þýðir mikið, eins og þið vitið þá fóru fyrstu tveir leikirnir ekki vel og við þurftum að snúa þessu við í dag,“ sagði Sancho.
,,Við vorum særðir í síðustu viku og þurftum að svara fyrir okkur. Við sýndum stuðningsmönnunum hvað við getum gert og vonandi verður annar sigur í boði í næstu viku.“