Ivan Toney, framherji Brentford, er orðaður við nokkur lið þessa dagana en hann er einn besti leikmaður liðsins.
Toney hefur verið orðaður við bæði Chelsea og Manchester United en samkvæmt enskum miðlum myndi hann velja það fyrrnefnda ef valið væri á milli þessara tveggja liða.
Mirror greinir frá því að Toney sé mikill stuðningsmaður Liverpool sem eru erkifjendur Man Utd og hafa lengi verið.
Toney gæti komið til greina hjá Man Utd síðar í glugganum ef liðinu mistekst að fá Antony frá Ajax.
Chelsea er einnig í leit að sóknarmanni og er Pierre-Emerick Aubameyang hjá Barcelona efstur á óskalistanum.
Brentford vill þó alls ekki losna við Toney en það er þó hans draumur að spila fyrir Liverpool einn daginn.