Lucas Moura, leikmaður Tottenham, hélt upp á þrítugsafmæli sitt í gær. Veislan var haldin á heimavelli Tottenham.
Margar stjörnur voru í afmælinu. Það sem hefur vakið athygli enskra götublaða hvað helst er að á svæðinu voru Gabriel, varnarmaður Arsenal, og Edu, yfirmaður knattspyrnumála hjá Skyttunum.
Eins og flestir vita eru Arsenal og Tottenham miklir erkifjendur.
Í afmælinu var einnig Willian, fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea. Hann yfirgaf Corinthians í Brasilíu á dögunum og hefur verið orðaður við Lundúnaliðið Fulham.
Hér að neðan má sjá myndir frá veislunni.