Manchester United 2 – 1 Liverpool
1-0 Jadon Sancho(’16)
2-0 Marcus Rashford(’53)
2-1 Mo Salah(’81)
Manchester United fagnaði sigri í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og sínum fyrsta undir stjórn Erik ten Hag.
Man Utd byrjaði tímabilið mjög illa á töpum gegn Brighton og Brentford og var Liverpool andstæðingur kvöldsins.
Það voru um fimm ár síðan Man Utd vann síðast Liverpool í þessari keppni og varð breyting á því í kvöld.
Jadon Sancho skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld fyrir Man Utd þegar 16 mínútur voru komnar á klukkuna.
Marcus Rashford bætti við öðru marki fyrir heimamenn snemma í seinni hálfleik – hans fyrsta mark í átta mánuði.
Mohamed Salah minnkaði muninn fyrir Liverpool þegar níu mínútur voru eftir en það dugði ekki til og lokatölur, 2-1.
Fyrstu stig Man Utd í hús en Liverpool er enn án sigurs eftir fyrstu þrjár umferðirnar.