Lokaleikur þriðju umferðar í ensku úrvalsdeildinni er spilaður í kvöld en leikurinn fer fram á Old Trafford.
Manchester United tekur á móti erkifjendum sínum í Liverpool en bæði lið hafa fari hægt af stað í deildinni í sumar.
Liverpool er með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar og situr Man Utd í næst neðsta sætinu með tvö töp í tveimur leikjum.
Hér fyrir neðan má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Man Utd: De Gea, Dalot, Varane, Martinez, Malacia, McTominay, Eriksen, Fernandes, Sancho, Elanga, Rashford.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Van Dijk, Gomez, Robertson, Elliott, Milner, Henderson, Salah, Diaz, Firmino.