Fjórir leikir fara fram í Bestu deild karla í kvöld. Í kvöld fer einnig fram einn stærsti leikur hvers tímabils í ensku úrvalsdeildinni, Manchester United gegn Liverpool.
Það var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær hvort þetta væri klúðurslegt skipulag hjá Knattspyrnusambandi Íslands, hvort að stórleikurinn á Englandi myndi ekki draga hressilega úr mætingunni á leikina hér heima.
„Fyrir utan Breiðablik, því þeir spiluðu á föstudegi, hefðu öll lið getað spilað í dag (í gær). Víkingur-Valur, það er gjörsamlega galið að hann sé á sama tíma því þetta á að vera leikur sem er vel mætt á, stórleikur umferðarinnar,“ segir Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur þáttarins.
„Það verður að finna leið til að láta þetta ekki gerast,“ segir Jóhann Már Helgason, annar sérfræðingur.
Leikur kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni
19:00 Manchester United – Liverpool
Leikir kvöldsins í Bestu deildinni
18:00 FH – Keflavík
18:00 Leiknir R. – KR
19:15 Fram – Breiðablik
20:15 Víkingur R. – Valur