fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Ten Hag um óvinsæla eigendur Man Utd: Þeir vilja vinna

Victor Pálsson
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 12:55

Ronaldo og Erik ten Hag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að það sé vilji eigenda félagsins að sjá liðið vinna sína leiki en félagið er í eigu Glazer fjölskyldunnar.

Stuðningsmenn Man Utd ætla að mótmæla á morgun er liðið mætir Liverpool en þeir vilja sjá eigendur félagsins fara og sem fyrst.

Glazer fjölskyldan hefur lengi verið hötuð í Manchester en hún er dugleg að taka peninga út úr félaginu án þess að sýna mikinn metnað yfir gengi liðsins.

Ten Hag tók við Man Utd í sumar en hann hefur nú tjáð sig um sín fyrstu kynni af Bandaríkjamönnunum.

,,Ég get bara sagt að eigendurnir vilja vinna og við viljum fá stuðningsmenn á borð með okkur,“ sagði Ten Hag.

,,Ég get skilið þetta stundum en ég hef ekki verið hér það lengi til að þekkja alla söguna. Stundum þurfum við að berjast og standa saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“
433Sport
Í gær

England: Liverpool einum sigri frá titlinum

England: Liverpool einum sigri frá titlinum
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals