Vængmaðurinn Ismaila Sarr mun ganga í raðir Aston Villa í sumarglugganum og kemur þangað frá Watford.
Sarr var ekki með Watford í leik gegn Preston í Championship-deildinni í gær vegna þess.
Sarr mun kosta Villa 25 milljónir punda en sú upphæð gæti hækkað með tímanum.
Um er að ræða gríðarlega öflugan leikmann sem er 24 ára gamall og landsliðsmaður Senegal.
Sarr kom til Watford fyrir þremur árum síðan og gerði 24 deildarmörk í 92 leikjum á tíma sínum þar.