Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, var hársbreidd frá því að ganga í raðir AC Milan á sínum tíma áður en hann gekk í raðir Juventus.
Þetta segir Massimiliano Mirabelli, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála Milan, en félagið vildi fá hann frá Real Madrid árið 2018.
Kínverskir eigendur Milan ákváðu hins vegar að stöðva skiptin á síðustu stundu sem varð til þess að Ronaldo skrifaði undir í Túrin.
,,Þetta var eitthvað sem við ræddum við Jorge Mendes [umboðsmann Ronaldo]“ sagði Mirabelli.
,,Við vissum að það gætu komið upp vandamál á milli Real og Ronaldo, við gerðum allt en svo stöðvuðu kínversku eigendurnir skiptin því þeir töldu að þau myndu ekki skila hagnaði.“
,,Með eigendurna sem við erum með í dag þá væri Cristiano Ronaldo leikmaður Milan.“