Kathryn Maoyrga er nafn sem einhverjir eru farnir að kannast við en hún ásakaði stórstjörnuna Cristiano Ronaldo um að hafa nauðgað sér á hótelherbergi árið 2009.
Ronaldo hefur alltaf neitað sök í þessu máli en atvikið átti að hafa gerst á hótelherbergi í Las Vegas fyrir 13 árum.
Nýlega var Ronaldo sýknaður af ákæru Mayorga en hún gefst ekki upp og hefur ákveðið að áfrýja dómnum.
Mayorga vill fá margar milljónir dollara í skaðabætur frá Ronaldo sem er einn launahæsti leikmaður heims og hefur verið í mörg ár.
Málið var fellt niður í júní fyrr í sumar en Mayorga hefur ákveðið að áfrýja þeirri ákvörðun og neitar að sætta sig við niðurstöðuna.
Upprunarlega var málið leyst utan dómsals en Mayorga kom aftur upp á sjónarsviðið árum seinna og kærði þá portúgalska landsliðsmanninn.
Ronaldo hefur viðurkennt að hafa sofið hjá Mayorga en hefur ávallt haldið því fram að það hafi verið með samþykki beggja aðila.