Liverpool mun aldrei vinna ensku úrvalsdeildina með Nat Phillips og James Milner í byrjunarliði sínu segir sparkspekingurinn og fyrrum leikmaðurinn Paul Merson.
Báðir þessir leikmenn spiluðu gegn Crystal Palace á mánudaginn er Liverpool gerði óvænt 1-1 jafntefli á heimavelli.
Milner er í raun goðsögn í enska boltanum og fékk kallið þar sem margir leikmenn liðsins eru á meiðslalistanum þessa stundina.
Merson er þó á því máli að ef Milner og varnarmaðurinn Phillips fái að byrja mikið fleiri leiki í vetur að Liverpool eigi ekki möguleika á titlinum.
,,Eins og staðan er þá er Liverpool með mörg vandamál og þeir virðast ekki vera nógu góðir. Þú munt ekki vinna deildina með James Milner og Nat Phillips í byrjunarliðinu,“ sagði Merson.
,,Ég ber mikla virðingu fyrir Milner en á þessum stað á ferlinum, hann ætti bara að spila þegar Liverpool getur hvílt. Það er ekki séns að hann eigi að byrja leiki í hverri viku.„