Adnan Januzaj gæti verið á leið aftur í ensku úrvalsdeildina samkvæmt blaðamanninum Sacah Tavolieri sem er frá Belgíu líkt og leikmaðurinn.
Januzaj vakti fyrst athygli sem ungur leikmaður Manchester United en fór þaðan fyrir fimm árum síðan.
Januzaj er samningslaus þessa stundina en hann gekk í raðir Real Sociedad árið 2017 og var einnig lánaður til bæði Sunderland og Borussia Dortmund á sínum tíma hjá Man Utd.
Januzaj er enn aðeins 27 ára gamall og ku vera á óskalista Everton sem gæti verið að selja sóknarmanninn Anthobny Gordon til Chelsea.
Vængmaðurinn á að baki 15 landsleiki fyrir Belgíu og lék yfir 130 deildarleiki fyrir Real Sociedad á fimm árum.