Reiður Pep Guardiola svaraði blaðamanni Catalunya Radio í gær er hann var spurður út í framtíð Bernardo Silva.
Bernardo hefur verið sterklega orðaður við Barcelona í sumar en gæti þó reynst og dýr leikmaður fyrir spænska liðið.
Guardiola hefur fengið endalaust af spurningum varðandi Bernardo í sumar og hækkaði róminn í samtali við blaðamann í gær.
,,Þið fáið að sjá hann spila á miðvikudaginn, er það ekki!?“ sagði Guardiola en Man City spilar þá við Barcelona í æfingaleik.
,,Það sem er á hreinu er að hann mun spila fyrir okkur, City! 110 prósent þá vil ég halda honum. Hann veit hversu mikið við viljum hafa hann hér.“
Bernardo hefur sjálfur ekki útilokað brottför en segist þó einnig elska lífið í Manchester.