ÍA 2 – 1 ÍBV
1-0 Kristian Lindberg(’32)
1-1 Andri Rúnar Bjarnason(’46)
2-1 Haukur Andri Haraldsson(’88)
Lið ÍA vann gríðarlega mikilvægan sigur í Bestu deild karla gegn ÍBV á Akranesi í kvöld.
ÍA var aðeins að vinna sinn annan leik í sumar en Haukur Andri Haraldsson reyndist hetjan í 2-1 sigri.
Haukur skoraði sigurmark ÍA er stutt var eftir og tryggði liðinu afskaplega mikilvæg þrjú stig í fallbaráttunni.
ÍA er nú komið úr botnsætinu með þessum sigri en þar situr nú Leiknir með 10 stig.
ÍA er í 11. sætinu með 11 stig, líkt og FH sem er sæti ofar en með betri markatölu.