Framherjinn Antony mun ekki spila með liði Ajax í dag sem spilar við Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano en Antony vill komast til Manchester United í sumar.
Antony æfði ekki með aðalliði Ajax á föstudag né laugardag og æfði þess í stað einn.
Antony vill komast á Old Trafford í sumar og vonar að viðræður hefjist um leið og nýtt tilboð berst frá enska stórliðinu.
Ajax hefur nú þegar hafnað tæplega 70 milljónum punda í leikmanninn sem er ákveðinn í því að komast burt.