Njarðvík er búið að tryggja sæti sitt í Lengjudeildinni að ári eftir öruggan 3-0 heimasigur á Völsungi í dag.
Njarðvík hefur verið langbesta lið 2. deildarinnar í sumar og með sigrinum í dag er liðið á toppnum með 46 stig eftir 18 leiki.
Það þýðir að Njarðvík er 14 stigum á undan einmitt Völsungi sem situr í þriðja sætinu.
Þróttur Reykjavík virðist ætla að fylgja Njarðvíkingum upp í Lengjudeildina og er í öðru sæti með 39 stig.
Þróttur vann lið Reynis Sandgerði 3-1 í dag þar sem Hinrik Harðarson gerði þrennu fyrir það fyrrnefnda.
Það eru fjórar umferðir eftir af deildinni og er toppsætið ennþá ekki tryggt.
Njarðvík 3 – 0 Völsungur
1-0 Ari Már Andrésson
2-0 Einar Orri Einarsson
3-0 Samúel Skjöldur Ingibjargarson
Þróttur 3 – 1 Reynir S
1-0 Hinrik Harðarson
2-0 Hinrik Harðarson
3-0 Hinrik Harðarson
3-1 Magnús Magnússon