Jan Mulder, fyrrum landsliðsmaður Hollands, er undrandi af hverju hinn efnilegi Charles De Katelaere samdi við AC Milan í sumar.
De Katelaere er gríðarlegt efni en hann er 21 árs gamall og kostar Milan 35 milljónir evra.
Mulder er furðu lostinn fyrir því að miðjumaðurinn hafi samið við Milan frekar en að fara í ensku úrvalsdeildina þar sem Leeds sýndi áhuga.
,,Ég skil ekkert í þessum félagaskiptum,“ sagði Mulder í samtali við HLN.
,,Augljóslega hefði hann átt að fara í ensku úrvalsdeildina því það er besta deild heims. Milan og Serie A, í dag fara stjörnur þangað þegar þær eru að hætta.“
,,Leeds spilar í ensku deildinni og spilar skemmtilegan fótbolta, það er fótbolti sem hentar De Ketelaere.“