Inter Milan byrjar tímabilið á Ítalíu vel og sigraði Spezia sannfærandi 3-0 á heimavelli í kvöld.
Inter er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar en liðið vann Lecce á útivelli í fyrstu umferð.
Mikael Egill Ellertsson kom inná sem varamaður hjá Spezia í leiknum en sú skipting átti sér stað á 89. mínútu.
Sassuolo vann lið Lecce á sama tíma þar sem Domenico Berardi skoraði eina mark leiksins.
Tvö markalaus jafntefli voru þá á boðstólnum fyrr í dag en Torino og Lazio áttust við sem og Udinese og Salernitana.
Inter Milan 3 – 0 Spezia
1-0 Lautaro Martinez(’35)
2-0 Hakan Calhanoglu(’52)
3-0 Joaquin Correa(’82)
Sassuolo 1 – 0 Lecce
1-0 Domenico Berardi(’40)
Torino 0 – 0 Lazio
Udinese 0 – 0 Salernitana