Rio Ferdinand, goðsögn Manchester United, viðurkennir að félagið sé að borga of mikið fyrir miðjumanninn Casemiro frá Real Madrid.
Casemiro er á leið á Old Trafford en Man Utd hefur náð samkomulagi við Real Madrid um kaupverð.
Ferdinand er mjög ánægður með þessi kaup enska stórliðsins en viðurkennir að verðmiðinn sé of hár.
Talið er að Man Utd borgi allt að 70 milljónir punda fyrir Casemiro sem er þrítugur að aldri og talinn einn besti varnarsinnaði miðjumaður heims.
,,Þetta er leikmaður sem Manchester United þarf, þetta er karakterinn sem félagið þarf meira en allt annað,“ sagði Ferdinand.
,,Hann er þannig manneskja, þannig einstaklingur. Erum við að borga of mikið? Já.“