Bournemouth 0 – 3 Arsenal
0-1 Martin Ödegaard(‘5)
0-2 Martin Ödegaard(’11)
0-3 William Saliba(’54)
Martin Ödegaard komst tvívegis á blað fyrir Arsenal í dag sem kom sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar.
Arsenal hefur byrjað tímabilið glimrandi vel og er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.
Ödegaard skoraði tvö í 3-0 útisigri á nýliðunum í dag og komst varnarmaðurinn William Saliba einnig á blað.
Arsenal er með níu stig á toppnum með markatöluna 9:2 og spilar við Fulham á heimavelli í næsta leik.