Stuðningsmenn HK urðu sér til skammar í Kórnum í kvöld á leik liðsins við Breiðablik í Mjólkurbikarnum.
HK-ingar sungu niðrandi söngva um varnarmanninn Damir Muminovic sem spilar með Blikum.
HK-ingar notuðu orðið ‘pedo’ til að syngja um Damir köllin mátti heyra mjög skýrt í beinni útsendingu RÚV.
Það er eins og flestir vita slanguryrði fyrir orðið barnaníðingur og er alveg ljóst að svona framkoma á ekki heima á fótboltavelli.
Damir er sjálfur uppalinn hjá HK en hann hefur lengi gert það gott með grönnunum í Breiðablik.
Lena María, barnsmóðir Damir, tjáði sig um atvikið eftir leik í gær en hún var því miður á vellinum ásamt syni þeirra, Andra.
Nacho Heras, leikmaður Keflavíkur, svaraði færslu Lenu og bendir á að það sé venjulegt að HK-ingar syngi svona á leikjum í Kórnum.
,,Þetta er eðlilegt lag á þessum velli,“ skrifar Nacho við færslu Lenu.
Nacho hefur margoft mætt HK á sínum ferli hér á landi en er ekki með góða reynslu af Kórnum.
Thats a normal song in that Stadium sadly😡
— Nacho Herasson (@NachoHeras) August 19, 2022