fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Ómar ósáttur með dómgæsluna í kórnum: Sýndist hann henda tveimur mönnum niður í einu

Victor Pálsson
Föstudaginn 19. ágúst 2022 22:14

Mynd: HK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var óánægður með dómgæsluna í kvöld er hans menn töpuðu 1-0 gegn Breiðabliki.

Um var að ræða leik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en Omar Sowe gerði eina mark leiksins.

Ómar var stoltur af frammistöðu sinna manna en viðurkennir að það hafi verið sárt að tapa viðureigninni.

Ómar ræddi við RÚV eftir leik.

,,Ég er mjög stoltur af því sem þeir lögðu í leikinn en úrslitin svíða samt,“ sagði Ómar og var svo spurður út í markið sem HK skoraði í blálokin en var dæmt af vegna rangstöðu.

,,Það var mjög hröð tilfinningasveifla, ég bara stökk á fætur en svo strax sá ég flaggið á lofti og það slökknaði fljótt.“

Ómar vildi einnig fá mögulega tvær vítaspyrnur í leiknum og var ekki hrifinn af dómgæslunni.

,,Ég vildi fá víti í fyrri hálfleik þegar mér sýndist Elli henda tveimur mönnum niður í einu og þetta leit út fyrir að vera víti fyrir mér.“

,,Svo fannst mér Anton Ari keyra Oliver niður áður en hann náði í boltann, ég vildi fá víti í allavega annað af þessum skiptum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað
433Sport
Í gær

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð
433Sport
Í gær

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals