Miðasala á leik Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni heimsmeistaramótsins 2023 hefst á þriðjudag næstkomandi klukkan 12 á hádegi.
Um afar mikilvægan leik er að ræða. Ísland er í öðru sæti undanriðilsins, tveimur stigum á eftir Hollandi, auk þess að eiga leikinn við Hvít-Rússa til góða.
Ísland mætir Hollandi ytra fjórum dögum eftir leikinn við Hvíta-Rússland. Sigur gegn síðarnefnda liðinu myndi því þýða að Ísland yrði með pálmann í höndunum fyrir leikinn gegn Hollandi.
Miðasalan fer fram á tix.is og eru miðaverð eftirfarandi:
Þá verður 50% afsláttur fyrir börn undir 16 ára.