fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
433Sport

Mjólkurbikarinn: Víkingar í undanúrslit eftir svakalegan leik við KR – Mikil dramatík undir lokin

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 21:51

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur R. 5 – 3 KR
1-0 Erlingur Agnarsson (’31)
2-0 Birnir Snær Ingason (’36)
2-1 Theodór Elmar Bjarnason (’45)
3-1 Ari Sigurpálsson (’55)
3-2 Atli Sigurjónsson (’66)
3-3 Sigurður Bjartur Hallsson (’84, víti)
4-3 Helgi Guðjónsson (’87, víti)
5-3 Sigurður Steinar Björnsson (’89)

Víkingur Reykjavík er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla eftir leik við KR í kvöld.

Leikið var á Víkingsvelli og var viðureignin fjörug en alls voru átta mörk skoruð og höfðu Víkingar betur.

Heimamenn komust í 2-0 en Erlingur Agnarsson og Birnir Snær Ingason sáu um að skora mörkin.

Theodór Elmar Bjarnason lagaði svo stöðuna fyrir KR áður en Ari Sigurpálsson kom Víkingum aftur tveimur mörkum yfir.

Atli Sigurjónsson minnkaði svo muninn fyrir KR á 66. mínútu og fékk liðið svo vítaspyrnu á 84. mínútu.

Úr henni skoraði Sigurður Bjartur Hallsson og virtist ætla að tryggja KR-ingum framlengingu.

Þremur mínútum seinna fékk Víkingur hins vegar sína eigin vítaspyrnu sem Helgi Guðjónsson nýtti og kom liðinu yfir.

Sigurður Steinar Björnsson bætti svo við fimmta marki Víkinga stuttu seinna og tryggði liðinu rosalegan 5-3 sigur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað
433Sport
Í gær

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð
433Sport
Í gær

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals