fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
433Sport

Fjórir leikmenn sem Man Utd gæti notað sem hluta af kaupverðinu

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 18:34

Ronaldo og Erik ten Hag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atletico Madrid hafnaði risatilboði frá Manchester United í sóknarmanninn Joao Felix.

Þetta kemur fram í frétt AS á Spáni en Felix er 22 ára gamall og er með kaupákvæði upp á 350 milljónir evra.

Enska stórliðið bauð 130 milljónir evra í Felix en Atletico hefur engan áhuga á að selja.

Félagið gæti þó grætt með því að selja fyrir þessa upphæð en Felix kostaði um 120 milljónir evra frá Benfica árið 2019.

Samkvæmt enskum miðlum eru fjórir leikmenn sem koma til greina sem Man Utd gæti notað sem hluta af kaupverðinu.

Þeirra á meðal er Cristiano Ronaldo sem er sterklega talinn vilja yfirgefa félagið fyrir lok gluggans.

Einnig er hinn ungi Amad Diallo nefndur til sögunnar en hann hefur aðeins spilað níu deildarleiki fyrir Man Utd.

Varnarmaðurinn Eric Bailly kemur þá til greina en hann var áður hjá Villarreal sem og bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka sem hefur ekki staðist væntingar á Old Trafford.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað
433Sport
Í gær

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð
433Sport
Í gær

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals