fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
433Sport

Tæp vika síðan Chris steig fram vegna ömurlegrar mismununar á Selfossi – Formaðurinn í felum og aðrir vilja lítið gefa upp

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 08:00

Chris Jastrzembski / Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chris Jastrzembski, sem lék með Lengjudeildarliði Selfoss fyrri hluta tímabils, lýsti fyrir tæpri viku síðan hræðilegri reynslu sinni frá Íslandi í viðtali við Gazeta í heimalandi sínu. Æðstu menn innan félagsins vilja lítið tjá sig.

Jastrzembski gekk í raðir Selfoss í mars en lék aðeins níu leiki hér á landi. Hann er nú hjá Prey Veng FC í Kamdódíu.

Félagið kom verr fram við mig vegna þess að ég var með pólskt vegabréf,“ segir Chris. ,,Þetta er versta land sem ég hef komið til á ævi minni. Ég mun aldrei fara þangað aftur. Ég myndi ekki mæla með því að pólskir knattspyrnumenn leiti þangað á sínum ferli. Fólk er flokkað þarna. Félagið kom verr fram við mig en aðra vegna þess að ég var með pólskt vegabréf. Frá fyrsta degi hafði ég enga virðingu hjá þessu fólki.“

Jastrzembski var einnig með starf hjá knattspyrnuliði Selfoss, á milli þess sem hann æfði og lék knattspyrnu. Eitt sinn var hann að setja saman vinnupall. Við það notaði hann stiga og fékk aðstoð frá konu á svæðinu sem hélt í stigann á meðan Jastrzembski var í honum. „Á þeim tíma kom yfirmaður á svæðinu til okkar og sagði konunni að það væri óþarfi fyrir hana að halda við stigann. Það væri lítill vindur á svæðinu og litlar líkur á því að stiginn myndi detta.“

Konan fór en Jastrzembski datt úr stiganum. Konan var miður sín er hún kom aftur til hans vegna þess sem hafði komið fyrir. „Ég sagði henni að hafa ekki áhyggjur af þessu. Yfirmaðurinn kom stuttu seinna og sagði eitthvað við hana á íslensku sem ég skildi ekki.“

Konan sagði Jastrzembski svo frá því hvað yfirmaðurinn hafði sagt. „Fari hann til fjandans. Hann er bara Pólverji. Ef hann drepst þá eru margir Pólverjar sem geta komið í staðinn,“ á maðurinn að hafa sagt.

Lítil viðbrögð frá Selfossi

Fréttablaðið hefur reynt að ná tali af Jóni S. Sveinssyni, formanni knattspyrnudeildar Selfoss, undanfarna daga vegna málsins, án þess þó að fá frá honum svar.

Dean Martin, þjálfari karlaliðsins, ræddi þó stuttlega við blaðið, en sagðist ekkert vita um málið. Dean sagði Jastrzembski þó „alls ekki“ hafa leitað til sín með eitthvað af þeim vandamálum sem hann lýsir hér ofar.

Helgi Sigurður Haraldsson, formaður aðalstjórnar UMF Selfoss, ræddi einnig við Fréttablaðið. „Það er víst í þessu eins og mörgum öðrum málum tvær hliðar á öllu. Knattspyrnudeildin fer nú yfir málið og setur saman greinargerð um það. Deildin vill taka sér tíma í að fara yfir öll samskipti við viðkomandi aðila áður en þeir fara að stökkva til og segja eitthvað út í loftið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Trent neitaði að tjá sig

Trent neitaði að tjá sig
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Trúir því að Solskjær muni snúa aftur til Manchester United

Trúir því að Solskjær muni snúa aftur til Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sást á stóra skjánum og stuðningsmenn bauluðu – Sjáðu viðbrögðin

Sást á stóra skjánum og stuðningsmenn bauluðu – Sjáðu viðbrögðin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Verulega brugðið yfir stöðunni í Mosfellsbæ – „Öskrar á mann“

Verulega brugðið yfir stöðunni í Mosfellsbæ – „Öskrar á mann“
433Sport
Í gær

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“
433Sport
Í gær

England: Liverpool einum sigri frá titlinum

England: Liverpool einum sigri frá titlinum
433Sport
Í gær

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“
433Sport
Í gær

Ætlar sér stóra hluti með nýju fyrirtæki sem selur áfengi

Ætlar sér stóra hluti með nýju fyrirtæki sem selur áfengi