fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
433Sport

Mendy gekk inn á konu í sturtu og átti við sig – Hún grátbað hann um að fara en hann hlýddi ekki

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 11:03

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær fór fram fyrsti dagur réttarhalda yfir knattspyrnumanninum Benjamin Mendy. Frakkinn, sem er á mála hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester City, er sakaður um átta nauðganir, eitt kynferðisbrot og eina tilraun til nauðgunar. Atvikin eiga að hafa átt sér stað frá október 2018 til ágúst 2021.

Hinn 28 ára gamli Mendy var handtekinn í ágúst í fyrra. Hann hefur verið laus gegn tryggingu frá því í janúar á þessu ári. Hann neitar alfarið sök.

Einnig er réttað yfir vini Mendy, Louis Saha Matturie. Sá er sakaður um átta nauðganir og fjögur kynferðisbrot. Alls eru þrettán konur sem tengjast brotum þeirra félaga.

Breskir miðlar keppast við það að flytja fréttir af þeim sögum sem sagðar hafa verið af Mendy og Saha í réttarsal.

Saksóknarinn Timothy Cray segir frá konu sem fór heim til Mendy eftir að hafa farið út með honum og einum öðrum manni í mat og drykki.

„Næsta dag var hún í sturtu. Mendy kom inn og fór að eiga við sig fyrir framan hana,“ segir Cray.

„Hún sagði honum að fara og reyndi að ná í handklæði til að hylja sig. Hún reyndi einnig að ná í nærfötin sín úr pokanum sínum en Mendy tók hann af henni og sagði „ég vil bara sjá þig.“

„Hún reyndi að hreyfa sig en gat ekki komist burtu frá honum.“

Fleiri frétta er að vænta af dómsmáli Benjamin Mendy og munum við fylgjast náið með gangi mála

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Trent neitaði að tjá sig

Trent neitaði að tjá sig
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Trúir því að Solskjær muni snúa aftur til Manchester United

Trúir því að Solskjær muni snúa aftur til Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sást á stóra skjánum og stuðningsmenn bauluðu – Sjáðu viðbrögðin

Sást á stóra skjánum og stuðningsmenn bauluðu – Sjáðu viðbrögðin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Verulega brugðið yfir stöðunni í Mosfellsbæ – „Öskrar á mann“

Verulega brugðið yfir stöðunni í Mosfellsbæ – „Öskrar á mann“
433Sport
Í gær

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“
433Sport
Í gær

England: Liverpool einum sigri frá titlinum

England: Liverpool einum sigri frá titlinum
433Sport
Í gær

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“
433Sport
Í gær

Ætlar sér stóra hluti með nýju fyrirtæki sem selur áfengi

Ætlar sér stóra hluti með nýju fyrirtæki sem selur áfengi