fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
433Sport

Kristján Óli hjólar í Víking yfir stóra boltasækjara-málinu – „Þetta er bara væl og skæl“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 13:48

Kristján Óli Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um boltasækja eftir jafntefli Breiðabliks og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla í gær.

Víkingar vilja meina að boltasækjurum hafi verið fyrirskipað að tefja leikinn og veri lengi að koma boltanum í leik.

„Að nota boltasækjara á þennan hátt er eins óíþróttamannslegt og það verður. Vona að menn sem fyrirskipa þetta séu stoltir af sér,“ skrifaði Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings á Twitter í gærkvöldi.

Margir Blikar vísa þessu til föðurhúsa. Þar á meðal er sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson.

„Þetta er bara væl og skæl. Guðjón Þórðarson notaða boltasækjarana á gullaldarárum Skagans. Hann stjórnaði því,“ segir Kristján í nýjasta þætti Þungavigtarinnar.

„Ætla Víkingar að fara að væla yfir því og segjast hafa unnið leikinn ef boltastrákarnir hefðu verið tveimur sekúndum fljótari að kasta boltanum í leik? Þetta skipti engu máli varðandi þennan leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Trent neitaði að tjá sig

Trent neitaði að tjá sig
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Trúir því að Solskjær muni snúa aftur til Manchester United

Trúir því að Solskjær muni snúa aftur til Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sást á stóra skjánum og stuðningsmenn bauluðu – Sjáðu viðbrögðin

Sást á stóra skjánum og stuðningsmenn bauluðu – Sjáðu viðbrögðin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Verulega brugðið yfir stöðunni í Mosfellsbæ – „Öskrar á mann“

Verulega brugðið yfir stöðunni í Mosfellsbæ – „Öskrar á mann“
433Sport
Í gær

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“
433Sport
Í gær

England: Liverpool einum sigri frá titlinum

England: Liverpool einum sigri frá titlinum
433Sport
Í gær

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“
433Sport
Í gær

Ætlar sér stóra hluti með nýju fyrirtæki sem selur áfengi

Ætlar sér stóra hluti með nýju fyrirtæki sem selur áfengi