fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
433Sport

Hrafnkell segir atvikið ótrúlega á Selfossi „gjörsamlega galið“ – Kom aldrei til greina að KSÍ myndi aflétta banninu

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnað atvik átti sér stað í 2-1 sigri Selfoss gegn Þór í síðustu viku. Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, rak þá rangan mann af velli.

Orri Sigurjónsson braut á Hrovje Tokic en Erlendur rak Hermann Helga Rúnarsson af velli.

Þórsarar voru eðlilega reiðir út í Erlend og reyndu að tala við hann en það bar engan árangur.

„Þetta var gjörsamlega galið, en maður vorkennir Erlendi smá. Það sást greinilega að hann týndi bara manninum. Svo var hann kominn í algjört rugl og ákvað bara að gefa einhverjum rautt spjald,“ segir Hrafnkell Freyr Ágústsson sparkspekingur í nýjasta markaþætti Lengjudeildarinnar.

„Ég ræddi við nokkra fróðari menn í dómarafræðunum. Þeir segja að þegar svona gerist þá þurrkist oft bannið út alveg, það bara fari enginn í bann. Mér finnst mjög skrýtið að KSÍ hafi ekki gripið til þeirra ráða,“ segir Hrafnkell.

Það kom þó aldrei til greina að staðan sem Hrafnkell nefnir kæmi upp. 433.is fékk það staðfest að Þór hafi haft samband við dómarastjóra KSÍ eftir leik en fékk þær upplýsingar að nánast ómögulegt yrði að fá banninu aflétt eða breyta dómnum.

Hér fyrir neðan má sjá atvikið sem um ræðir.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Norska undrabarnið ætlar ekki að færa sig nema að honum verði lofaður spiltími

Norska undrabarnið ætlar ekki að færa sig nema að honum verði lofaður spiltími
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefur áhyggjur af Sancho hjá Chelsea og færir rök fyrir máli sínu

Hefur áhyggjur af Sancho hjá Chelsea og færir rök fyrir máli sínu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrjú félög gætu farið í breytingar og Nistelrooy ætlar að reyna að fá starf

Þrjú félög gætu farið í breytingar og Nistelrooy ætlar að reyna að fá starf
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ásgeir Frank fær mikla ábyrgð í Grafarvogi

Ásgeir Frank fær mikla ábyrgð í Grafarvogi
Hide picture