fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
433Sport

Fjalla um hvenær Man Utd féll síðast úr efstu deild

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 18:23

Maguire Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Goal.com fjallar nú um það hvenær Manchester United féll síðast úr efstu deild eftir hörmulega byrjun á tímabilinu.

Þessi grein vekur töluverða athygli en það eru fáir sem trúa því að fall verði niðurstaðan hjá enska stórliðinu er tímabilinu lýkur.

Man Utd hefur tapað fyrstu tveimur deildarleikjum sínum til þessa en það hefur ekki gerst í heil 20 ár.

Liðið tapaði 4-0 gegn Brentford um helgina en opnunarleikurinn tapaðist einnig heima gegn Brighton á heimavelli.

Man Utd hefur spilað í efstu deild frá árinu 1974 og er sigursælasta félag ensku úrvalsdeildarinnar [stofnuð 1992] með 13 deildarmeistaratitla.

Liðið hefur aldrei lent neðar en í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar og gerðist það árið 2014 er David Moyes sá um að stýra liðinu.

Man Utd hefur alls fallið fimm sinnum úr efstu deild en 48 ár hafa liðið síðan félagið var ekki í hóp þeirra bestu.

Liðið vann síðast deildarmeistaratitilinn undir Sir Alex Ferguson en lítið hefur gengið upp síðan hann kvaddi félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Trúir því að Solskjær muni snúa aftur til Manchester United

Trúir því að Solskjær muni snúa aftur til Manchester United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verulega brugðið yfir stöðunni í Mosfellsbæ – „Öskrar á mann“

Verulega brugðið yfir stöðunni í Mosfellsbæ – „Öskrar á mann“
433Sport
Í gær

Neitar að staðfesta framlengingu á samningnum

Neitar að staðfesta framlengingu á samningnum
433Sport
Í gær

Ætlar sér stóra hluti með nýju fyrirtæki sem selur áfengi

Ætlar sér stóra hluti með nýju fyrirtæki sem selur áfengi
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni