Stórleik kvöldsins í Bestu deild karla lauk með 1-1 jafntefli en Breiðablik og Víkingur Reykjavík áttust við í Kópavogi.
Veðrið var gott og mætingin frábær í kvöld en tæplega 2000 manns sáu leik tveggja skemmtilegra liða.
Blikar tóku forystuna í kvöld með marki frá Sölva Snæ Guðbjargarsyni en Danijel Dejan Djuric sá um að jafna fyrir gestina.
Þeir grænklæddu kláruðu leikinn manni færri en Damir Muminovic fékk að líta tvö gul spjöld og svo rautt á 79. mínútu.
Það má segja að Damir hafi farið í skammarkrókinn eftir rauða spjaldið í kvöld en Jóhann Már Helgason birtir ansi skondna mynd á Twitter.
Þar má sjá hvar Damir sá restina af leiknum en myndin er nokkuð skemmtileg.
Alvöru skammakrókur sem Damir fer í þarna á Kópavogsvelli. 👇 pic.twitter.com/Ftx6CQN8fO
— Jóhann Már Helgason (@Joimar) August 15, 2022