Liverpool er enn án sigurs í ensku úrvalsdeildinni eftir leik við Crystal Palace á heimavelli í kvöld.
Flestir bjuggust við þægilegum heimasigri Liverpool sem lenti undir á 32. mínútu með marki frá Wilfried Zaha.
Staðan var 1-0 í hálfleik en á 57. mínútu í þeim síðari fékk Darwin Nunez að líta beint rautt spjald hjá heimamönnum.
Nunez skallaði þá Joachim Andersen, varnarmann Palace, og var réttilega sendur í sturtu.
Tíu mönnum Liverpool tókst þó að jafna en það gerði Luis Diaz stuttu eftir rauða spjaldið.
Lokatölur 1-1 á Anfield og er Liverpool nú með tvö stig eftir tvær umferðir.
Hér má sjá einkunnir kvöldsins.
Liverpool: Alisson (6), Alexander-Arnold (7), Van Dijk (7), Phillips (4), Robertson (6), Fabinho (6), Elliott (7), Milner (7), Salah (7), Diaz (9), Nunez (2)
Varamenn: Tsimikas (5), Henderson (6), Gomez (7), Carvalho (6)
Crystal Palace: Guaita (7), Clyne (7), Andersen (8), Guehi (8), Mitchell (8), Ward (7), Doucoure (7), Schlupp (7), Eze (9), Ayew (7), Zaha (8)
Varamenn: Edouard (6), Richards (6), Milivojevic (6), Hughes (6)