Stórleik kvöldsins í Bestu deild karla lauk með 1-1 jafntefli en Breiðablik og Víkingur Reykjavík áttust við í Kópavogi.
Veðrið var gott og mætingin frábær í kvöld en tæplega 2000 manns sáu leik tveggja skemmtilegra liða.
Blikar tóku forystuna í kvöld með marki frá Sölva Snæ Guðbjargarsyni en Danijel Dejan Djuric sá um að jafna fyrir gestina.
Þeir grænklæddu kláruðu leikinn manni færri en Damir Muminovic fékk að líta tvö gul spjöld og svo rautt á 79. mínútu.
Breiðablik er enn á toppnum með 39 stig, sex stigum á undan KA sem er í öðru sæti. Víkingur er sæti neðar með 31 en á leik til góða.
Fram vann þá öruggan sigur á Leikni Reykjavík á sama tíma og hafði betur 4-1 á heimavelli.
Fram er með 22 stig í 8. sæti deildarinnar en Leiknismenn í fallsæti með aðeins tíu.
Breiðablik 1 – 1 Víkingur R.
1-0 Sölvi Snær Guðbjargarson (’45)
1-1 Danijel Dejan Djuric (’62)
Fram 4 – 1 Leiknir R.
1-0 Magnús Þórðarson (‘9)
2-0 Brynjar Gauti Guðjónsson (’50)
2-1 Emil Berger (’59, víti)
3-1 Guðmundur Magnússon (’64)
4-1 Albert Hafsteinsson (’66)