Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur staðfest það að hann vilji ekki losna við Marcus Rashford í sumar.
Rashford hefur verið orðaður við Paris Saint-Germain í Frakklandi en hann er uppalinn hjá Man Utd og hefur lengi verið stór hluti af aðalliðinu.
Ten Hag tók við í sumar en hann hefur ekki áhuga á að selja Rashford sem hefur verið í mikilli lægð undanfarið ár.
Enski landsliðsmaðurinn er þó enn í plönum Hollendingsins og mun fá að spila í vetur.
,,Hann er mjög mikilvægur. Þið hafið séð það frá fyrsta degi að ég er mjög ánægður með hann, ég vil ekki missa hann,“ sagði Ten Hag.
,,Hann er klárlega hluti af okkar plönum hjá Manchester United.“