Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var að vonum súr á svip eftir 4-0 tap gegn Brentford í ensku deildinni í kvöld.
Man Utd hefur nú tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni en liðið lá gegn Brighton í fyrsta leik.
Ten Hag viðurkennir að frammistaðan hafi ekki verið ásættanleg í kvöld en neitaði að reyna að afsaka tapið.
,,Ég get nefnt nokkrar ástæður fyrir tapinu en þær munu hljóma eins og afsakanir,“ sagði Ten Hag.
,,Við megum ekki koma með afsakanir. Á toppnum þá þarftu að standa fyrir þínu og það er eitthvað sem við gerðum ekki.“
,,Þetta var ömurlegt, þetta var lélegt. Við þurfum að gera miklu betur, það er á hreinu. Þú mátt ekki gera svona mistök á okkar stigi.“