Manchester United er á botni ensku úrvalsdeildarinnar eftir leik við Brentford í annarri umferð í kvöld.
Man Utd tapaði fyrsta leik sínum gegn Brighton á Old Trafford og var annað tap á boðstólnum í kvöld.
Brentford vann frábæran 4-0 heimasigur á Rauðu Djöflunum þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.
Eftir leik þá þurftu leikmenn Man Utd að biðja sína stuðningsmenn afsökunar og gengu að þeim eftir lokaflautið.
Erik ten Hag varð því í dag fyrsti stjóri Man Utd í yfir 100 ár til að tapa fyrstu tveimur deildarleikjunum.
Ten Hag tók við í sumar en ljóst að um enga draumabyrjun er að ræða.
Erik ten Hag is the first Man United manager in over 100 years to lose their first two league games… pic.twitter.com/zsQN0hrEVe
— talkSPORT (@talkSPORT) August 13, 2022