Manchester United er á botni ensku úrvalsdeildarinnar eftir leik við Brentford í annarri umferð í kvöld.
Man Utd tapaði fyrsta leik sínum gegn Brighton á Old Trafford og var annað tap á boðstólnum í kvöld.
Brentford vann frábæran 4-0 heimasigur á Rauðu Djöflunum þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.
Eftir leik þá þurftu leikmenn Man Utd að biðja sína stuðningsmenn afsökunar og gengu að þeim eftir lokaflautið.
Mynd af því má sjá hér.
De Gea, McTominay, Elanga, Rashford, Fernandes, Van de Beek and Dalot apologising to the Manchester United fans pic.twitter.com/F3Y9HXqBm9
— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) August 13, 2022