Jamie Vardy, leikmaður Leicester, er við það að skrifa undir nýjan samning við félagið.
Vardy er goðsögn hjá Leicester en hann hefur verið frábær fyrir félagið undanfarin ár en er nú kominn á seinni hluta ferilsins.
Vardy er orðinn 35 ára gamall en hann verður samningslaus næsta sumar og mætti þá semja við annað félag frítt.
Leicester vill þó ekki losna við Vardy sem er stór karakter innan liðsins og mun bjóða honum eins árs framlengingu.
Vardy myndi því spila allavega í eitt ár í viðbót með Leicester þar til hann verður 37 ára gamall.