fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Reyndi að fá leikplanið hjá Arnari fyrir stórleik morgundagsins – ,,Færð það seinna í dag svo þú getir gefið þjálfara Lech Poznan það“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 17:34

Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Póllandi í dag fyrir seinni leik Víkinga gegn Lech Poznan í Sambandsdeildinni á morgun. Víkingar fara inn í leikinn með eins marks forystu eftir 1-0 sigur á heimavelli í síðustu viku.

Arnar býst við brjáluðum leikmönnum Poznan á morgun en segir leikmenn sína undir það búna, jafnvel þó leikurinn fari í framlengingu eða alla leið í vítaspyrnukeppni.

Einn af pólsku blaðamönnunum byrjaði á því að spyrja Arnar hvert leikplan Víkinga væri fyrir leikinn á morgun. Arnari var greinilega skemmt yfir spurningunni og svaraði á móti:

,,Ég skal láta þig fá leikplanið okkar seinna í dag svo þú getir gefið þjálfara Lech Poznan það,“ sagði Arnar brosandi.

,,En við erum með ákveðið félagið okkar spilar samkvæmt ákveðnu DNA í okkar leikskipulagi. Við verjumst með varnarlínuna frekar hátt uppi á vellinum og reynum að pressa andstæðinginn með miklu tempói. Hafandi sagt það þá munum við láta á það reyna á morgun en ég tel að við munum þurfa að þjást aðeins meira á morgun heldur en í fyrri leiknum í Reykjavík.“

,,Lech Poznan er með mjög gott lið og er nú á heimavelli. Liðið mun mæta af fullum krafti í leikinn frá fyrstu mínútu og reyna setja okkur undir pressu. Við munum þurfa að þjást á morgun, þjást en ná fullkomnum leik til þess að eiga möguleika. Vonandi gerist það, við munum samt sem áður þurfa að reyna spila okkar leik.“

Víkingar klárir í framlengingu eða vító

Arnar var þá spurður að því hvort markaskorarinn í fyrri leiknum, Ari Sigurpálsson sem fór meiddur af velli í síðari hálfleik væri orðinn heill heilsu. Arnar svarði því játandi.

Það gæti farið svo að leikur morgundagins fari alla leið í framlengingu og vítaspyrnukeppni. Arnar var spurður að því hvort Víkingar væru í nægilega góðu standi fyrir það.

,,Já,“ var svar Arnars. ,,Ég tel okkur meira að segja betur undir það búna heldur en Lech Poznan vegna þess að okkar tímabil hófst fyrir þremur mánuðum síðan og við höfum spilað marga leiki síðan þá samanborið við fjóra til fimm leiki sem Lech Poznan hefur spilað. Ef leikurinn fer í framlengingu eða vítaspyrnukeppni tel ég okkur í frábæru standi til að takast á við það.“

Þurfa að halda fókus

Arnar var þá spurður að því hverju hann hefði mestar áhyggjur af fyrir morgundaginn.

,,Það er eiginlega það sama og alltaf. Ef ég horfi á mitt lið þá erum við með góða leikmenn í góðu standi en stundum er vandamálið með lið frá Íslandi að þar eru ekki allir leikmenn atvinnumenn og þá getur vantað aðeins upp á fókusinn. Ef við horfum á mörkin sem við höfum fengið á okkur undanfarið er augljóst að við eigum það til að missa fókus.“

,,Í Evrópukeppnum færist leikurinn upp á næsta stig og því þurfum við að geta tekist á við það sem á móti okkur kemur. Mér hefur borist það til eyrna að stuðningsmennirnir hér séu brjálaðir á góðan hátt, þeir hafa hátt og því þarf spennustigið að vera í lagi. Við þurfum að halda ró okkar og spila okkar leik, megum ekki láta andrúmsloftið í kringum leikinn kyrkja okkur til dauða.“

,,Ég býst við því að leikmenn Lech Poznan verði mjög grófir strax frá byrjun leiks en eftir því sem líður á leikinn tel ég að við getum betur og betur spilað okkar leik og reynt að láta þá þjást.“

Arnar býst við miklum skákleik á morgun. ,,Við verðum tilbúnir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona